$img_src = get_stylesheet_directory_uri() . '/images/image.png'; Einu sinni er allt fyrst! – Söluskóli Gunnars Andra

Einu sinni er allt fyrst!

Einu sinni er allt fyrst!

Ég man eftir því þegar ég fekk fyrsta alvöru sölustarfið mitt en það var að selja brauð og kökur til verslana fyrir bakarí. Það er ekki hægt að segja að það hafi gengið vel í fyrstu,

enda hafði ég varla nokkra hugmynd um hvað ég var að gera. Það er enginn ‘fæddur sölumaður,’ það þurfa allir að læra inn á það starf, rétt eins og öll önnur, ef þeir hafa metnað til að komast í hóp þeirra bestu. Þú getur orðið best/ur í því sem þú tekur þér fyrir hendur ef þú ert tilbúin/n að taka leiðsögn og læra af þeim bestu. Það er hægt að lesa bækur, hlusta á hljóðbækur, horfa á DVD og svo er mikið af kennslu í boði á netinu. Síðast en ekki síst ber að nefna það að sækja námskeið. Þau bjóða upp á nálgun við námskeiðshaldarann og samskipti milli þátttakenda. Það er oft eins og einhvejir töfrar gerist á góðum námskeiðum.

Byrjaðu og hugurinn mun hressast, haltu áfram og verkið mun blessast.

Hvað myndir þú vilja vera að gera ef þú vissir 100% að þér myndi takast ætlunarverkið? Góð spurning, ekki satt? Vandamálið, eða frekar áskorunin, eins og ég vil frekar kalla það stafar oft af því að við eru svo hrædd við að okkur mistakist eða að okkur verði hafnað. Góðu fréttirnar eru þær að það er enginn betri en þú og þú getur lært allt. Sá sem er virðist betri er einfaldlega kominn lengra í ferlinu, er búinn að læra meira og afla sér meiri reynslu í fagi eða starfi. Ekki láta blekkjast af fólki sem segist vera með 10 ára reynslu vegna þess að það er því miður allt of oft þannig að fólk er með eins árs reynslu sem er búin að endurtaka sig í 10 ár.

Taktu fyrsta hænuskrefið og svo er lykilatriðið að gefast ekki upp


 “You don’t have to be great to start, but you have to start to be great” 

― Zig Ziglar

Don’t Quit
When things go wrong, as they sometimes will,
When the road you’re trudging seems all uphill,
When the funds are low and the debts are high,
And you want to smile, but you have to sigh,
When care is pressing you down a bit-
Rest if you must, but don’t you quit.

Life is queer with its twists and turns,
As every one of us sometimes learns,
And many a fellow turns about
When he might have won had he stuck it out.
Don’t give up though the pace seems slow –
You may succeed with another blow.

Often the goal is nearer than
It seems to a faint and faltering man;
Often the struggler has given up
Whe he might have captured the victor’s cup;
And he learned too late when the night came down,
How close he was to the golden crown.

Success is failure turned inside out –
The silver tint in the clouds of doubt,
And you never can tell how close you are,
It might be near when it seems afar;
So stick to the fight when you’re hardest hit –
It’s when things seem worst that you must not quit.

Leave a Comment

Your email address will not be published.

SKRÁÐU ÞIG OG FÁÐU FYRSTA KAFLANN FRÍTT:

MESSAGE FROM THE MIDDLE OF NOWHERE
The Vikings philosophy for conquering the Challenges of Business and Life
SKRÁ MIG