NÁMSKEIÐ

Námskeið SGA – Söluskóla Gunnars Andra. eru ætluð til að viðhalda og auka þekkingu þína í starfi, fyrir þig og fyrirtæki þitt.

Námskeið SGA eru stutt og hnitmiðuð. Hugsuð þannig að þau höfði til sem flestra. Áhersla er lögð á að fara á skjótan og hnitmiðaðan hátt í hagnýta hluti sem hægt er að koma í framkvæmd strax.

Öll námskeiðin byggjast á virkri þátttöku nemandans, t.d. með því að færa lykilorð, setningar og dæmisögur inn í námskeiðsgögnin. Reynt er að hafa námskeiðin á léttu nótunum, því það er auðveldara að muna það sem fer fram í skemmtilegri stemmingu og er eftirminnilegt heldur en þurra og leiðinlega upptalningu. Á þann hátt fæst betri árangur. Oft koma þátttakendur með spurningar tengdar starfsvettvangi sínum, og er reynt að finna lausnir við öllum slíkum fyrirspurnum.

Það hefur sýnt sig að þeir einstaklingar og fyrirtæki sem sótt hafa námskeiðin og tileinkað sér þær aðferðir sem þar eru kenndar hafa skilað ótrúlegum árangri og hjá ýmsum fyrirtækjum er það orðinn fastur liður í starfseminni að nýtt starfsfólk sé sent á námskeið til SGA. Þarna sannast enn og aftur að ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin.

Við vonum að þú skoðir vel hvað hér er í boði og erum viss um að þú getur fundið hér eitthvað við þitt hæfi. Hafir þú einhverjar spurningar sem þú vilt koma á framfæri við SGA hafðu þá samband við okkur á sga@sga.is eða hringdu til okkar í síma 615 1881 Við hlökkum til að heyra frá þér.

„Þín velgengni er okkar sameiginlega markmið,,

The Vikings philosophy
for conquering the
Challenges of Business
and Life

The Vikings philosophy
for conquering the
Challenges of Business
and Life

  

SKRÁÐU ÞIG OG FÁÐU FYRSTA KAFLANN FRÍTT:

MESSAGE FROM THE MIDDLE OF NOWHERE
The Vikings philosophy for conquering the Challenges of Business and Life
SKRÁ MIG