$img_src = get_stylesheet_directory_uri() . '/images/image.png'; Verðmæti og verð – Söluskóli Gunnars Andra

Verðmæti og verð

Erum við sveitadurgar í okkur þegar kemur að verðmætamati þekkingar? Verð á sérfræðiþekkingu lútir nokkrum lögmálum eins og:

A) Hvaða markaðssvæði er sérfræðingurinn staddur á?
B) Hvað sérfæðiþekkingu er verið að veita, er hún t.d. verðmætaskapandi?
C) Hversu hæfur er sérfæðingurinn?
D) Hversu auðvelt er að finna einhvern annan jafn hæfan á markaðssvæðinu?
E) Hver er sérfæðingurinn er hann sterkt “brand”?

Ættum við ekki oftar að spyrja okkur um verðmæti þjónustunnar og þekkingar heldur en hvað hún er lengi að eiga sér stað? Hver myndi t.d vilja frekar að tannlæknirinn væri heila klukkustund að draga tönn úr heldur en að kippa henni sársaukalaust á sekúndubrotum.

Eitt er líka alveg á hreinu,  það sem einum finnst dýrt finnst öðrum ódýrt.

Verð er afstætt  og segir alls ekki til um hvað þjónustan eða sérfæðiþekkingin er verðmæt, heldur oft hversu mikils virði hún er fyrir viðkomandi.

Það er alls ekki í lagi að biðja um Kampavín og kavíar og halda að það kosti jafn mikið og brauð og vatn.

Ég vil frekar útskýra verðið einu sinn heldur að  þurfa að afsaka gæðin það sem eftir er

“If you think a professional is expensive, wait ’til you try an amateur.”
― Paul “Red” Adair

——————————————————–

“Þín velgengni er okkar sameiginlega markmið”
– Gunnar Andri Þórisson

 

SKRÁÐU ÞIG OG FÁÐU FYRSTA KAFLANN FRÍTT:

MESSAGE FROM THE MIDDLE OF NOWHERE
The Vikings philosophy for conquering the Challenges of Business and Life
SKRÁ MIG